Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Umræðan

Jæja það er mikið talað um greiðsluverkfall, að ríkisstjórnin geri ekki nóg fyrir heimilin og allir eru að trompast yfir þessum erlendu myntkörfulánum sem hafa tvöfaldað sig og kannski rúmlega það....  Mér finnst að það eigi ekki að rukka ríkisstjórnina,  heldur senda  frekar Davíð Oddsyni  eða útrásarvíkingunum rukkun því að það er þeirra að borga! 

Ef það er agnúast of mikið  út í ríkisstjórnina skjótum við okkur sjálf  í fótinn því að það sem ríkið er rukkað um fáum við að borga á næsta ári gegnum skattinn...  Ég segi Davíð af því að hann var valdur að hruninu að nokkru leiti með yfirtöku GLITNIS og þá hrundi spilaborgin og allt rúllaði yfir! 

Allir þekkja sögu útrásarvíkinganna sem stálu 2000 milljörðum af þjóðinni, ég segi að við eigum að láta rukkunum rigna yfir það lið eða fara í víking þangað sem það felur sig og peningana og sækja eigur þjóðarinnar!   Ég skal alveg vera fremstur í flokki ef einhver borgar farið fyrir mig.. :-P


sumar jibbí

Gleðilegt sumar, eftir að hafa horft á borgarafundinn í gærkvöldi (á miðvikudagskvöldið), þá vöknuðu nokkrar spurningar í mínum huga.... um samvinnu Vinstri grænna og Samfylkingunnar....  

 Hvernig á samvinna flokka sem eru sammála um að vera ósammála um Evrópusambandsmálið að ganga..... eða eru þeir ósammála?  Er ekki bara spurning um hvort þeir vilji eina eða tvær þjóðaratkvæðagreiðslur um inngönguna?  Eða er kannski annar flokkurinn gjörsamlega á móti? 

Er ekki annars óþarfi að fara að eyða peningunum okkar í tvær atkvæðagreiðslur um nákvæmlega sama efni?  Við höfum jú ekki mikla möguleika á því að standa utan við þetta samband lengur, ekki nema hið ótrúlega gerist og Bandaríkin eða Noregur bjóði okkur samvinnu.... krónan er ónýt og okkur vantar nýjan gjaldmiðil, ekki seinna en strax! 

En annars er ég ennþá óákveðinn í hvorn flokkinn ég á að kjósa, það eina sem ég veit er að samvinna þessara tveggja VERÐUR  að ganga um ef það á að vera búanlegt í landinu... að mínu mati allavega.  Að vísu má borgaraflokkurinn alveg koma líka að málunum , en það hefur sýnt sig að framsókn og sjálfstæðisflokkurinn hafa ekki staðið sig nógu vel og því vil ég ekki sjá þá í stjórn á næstunni... vonandi koma þeir ekki nálægt ríkisstjórninni næsta kjörtímabil.... 

 


Guðlaugur í umræðunni

Umræðan um Guðlaug Þór er góð svo ekki sé meira sagt, maðurinn er eins og nýfætt barn, veit ekkert, man ekkert, tekur ekki eftir neinu, eða kannski er hann bara með alsheimer?  Ég ætla að vona að það sé það síðastnefnda hans vegna.  Hann bað um styrkina en vissi ekki um þá, hann skifti sér ekki af málinu eftir að hann var búinn að biðja um þá.  Mér finnst einkennilegt ef maður biður um styrki og athugar ekki hvort eitthvað af því sem maður biður um skili sér ekki í kassann hjá flokknum,  bara svo maður geti leitað annað ef engir peningar koma, en kannski er ég bara svona grænn.....


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband