Heimsókn trúarleiðtoga

Það er trúarleiðtogi í heimsókn og Kínverjar vitlausir eins og venjulega, það virðist enginn mega hitta þennan merka mann án þess að Kínverjar hóti viðskiptaþvingunum eða stjórnmálaslitum. Hvað hefur svona stór þjóð eins og Kína að óttast þó að trúarleiðtogi frá smáríki eins og Tíbet heimsæki þjóðarleiðtoga á vesturlöndum?   Halda þeir að það verði farið í stríð við þá ef hann hittir nógu marga þjóðarleiðtoga?  Varla, það væri víst búið að því ef vesturlönd hefðu einhvern raunverulegan áhuga á því að frelsa Tíbet úr höndum Kínverja, svo er gesturinn andlegur leiðtogi en ekki pólitískur. Þess vegna skil ég ekki öll þessi læti vegna eins manns!  Mér finnst að ríkisstjórn Íslands ætti að sjá sóma sinn í því að funda með þessum mikla trúarleiðtoga og gefa þessari ómerkilegu Kínastjórn  sem ræðst á önnur ríki og leggur undir sig og kúgar til hlýðni langt nef.  Kínverjar verða vitlausir hvort eð er, við ættum að þekkja það íslendingar að vera kúgaðir og undirokaðir af öðrum þjóðum,  svo mér finnst að stjórnvöld ættu að skammast sín í þessu máli.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband