23.4.2009 | 22:01
sumar jibbí
Gleðilegt sumar, eftir að hafa horft á borgarafundinn í gærkvöldi (á miðvikudagskvöldið), þá vöknuðu nokkrar spurningar í mínum huga.... um samvinnu Vinstri grænna og Samfylkingunnar....
Hvernig á samvinna flokka sem eru sammála um að vera ósammála um Evrópusambandsmálið að ganga..... eða eru þeir ósammála? Er ekki bara spurning um hvort þeir vilji eina eða tvær þjóðaratkvæðagreiðslur um inngönguna? Eða er kannski annar flokkurinn gjörsamlega á móti?
Er ekki annars óþarfi að fara að eyða peningunum okkar í tvær atkvæðagreiðslur um nákvæmlega sama efni? Við höfum jú ekki mikla möguleika á því að standa utan við þetta samband lengur, ekki nema hið ótrúlega gerist og Bandaríkin eða Noregur bjóði okkur samvinnu.... krónan er ónýt og okkur vantar nýjan gjaldmiðil, ekki seinna en strax!
En annars er ég ennþá óákveðinn í hvorn flokkinn ég á að kjósa, það eina sem ég veit er að samvinna þessara tveggja VERÐUR að ganga um ef það á að vera búanlegt í landinu... að mínu mati allavega. Að vísu má borgaraflokkurinn alveg koma líka að málunum , en það hefur sýnt sig að framsókn og sjálfstæðisflokkurinn hafa ekki staðið sig nógu vel og því vil ég ekki sjá þá í stjórn á næstunni... vonandi koma þeir ekki nálægt ríkisstjórninni næsta kjörtímabil....
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:04 | Facebook
Athugasemdir
Mikið er gott að kosningarnar séu næstum að verða búnar..... vonandi hættir þetta "overload" á stjórnmálum þá bráðum í bili..... ´
Veit bara að heilinn í mér er kominn í hnút... vinstri grænir, samfylkingin eða borgaraflokkurinn? Bah... úllen dúllen doff... kikkelani koff...... klikkar aldrei.. ;-P
j (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.