17.5.2009 | 23:02
kreppan og svartsýnin
Erum við hér á klakanum virkilega í kreppu næstu 30 árin? Getum ekki tekið upp aðra mynt eða gert yfirhöfuð nokkuð af viti? Á ég að trúa því eða er þetta bara svartsýnisraus? Ég held að við verðum í kreppu næstu 2--3 árin en þá förum við að sjá hagvöxt og bata, að vísu hægan til að byrja með en upp úr 2020 verður allt hér á fullri ferð á öllum sviðum. Það er að segja ef við höldum ró okkar og göngum hægt um gleðinnar dyr í Evrópumálum, flýtir og asi þar er ekki til gæfu. Þó að ég sé Evrópusambandssinni er ég er sammála dönskum leiðtoga sem sagði að við ættum að ganga í Evrópusambandið af pólitískum ástæðum, ekki efnahagslegum. Ég hef ekki séð Evrópusambandið koma með fulla vörubíla af peningum til bjargar Evrópuþjóðum sem eru í bandalaginu....
Jæja nóg um það, ég ætla að vona að við förum svo ekki að kjósa yfir okkur flokka sem rústa því sem verið er að gera í efnahagsmálum og láta einhverja kalla hlaupa með þjóðarauðinn til útlanda, ég held að það sé nóg komið af slíku hér á Fróni.....
Athugasemdir
Já ég segi bara eins og silvía night ..til hamingju ísland að fara að gera eitthvað í málunum loksins! Aldrei aftur einræðisherra á ÍSLANDI!
Garðar (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 03:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.