22.5.2009 | 22:51
Gáfulegar þingumræður....
"Hættustig 4" er textinn sem kemur upp í huga mínum þegar ég heyri hvað sagt er á þingi þessa dagana, en þar er rætt um erfðarbreytt bygg og þingflokksherbergi framsóknar og eitthvað álíka gáfulegt. Ég segi "ríkisstjórn vaknið og hlustið á fólkið, heimilin og fyrirtækin, þau brenna á skuldabáli!" Við erum að reyna að ná sambandi við ríkisstjórnina en það er eitthvað sambandsleysi á línunni eða er enginn til að svara á hinum endanum? Hvenær kemur að hættustigi fimm eða uppreisn í landinu? Ég ætla að vona að þetta gangi ekki svo langt en ríkisstjórnin verður að taka sig saman í andlitinu og fara að hlusta! Ég veit að þetta er erfitt fyrir ríkissjóð en það þarf hörku og kjark ef ekki á illa að fara fyrir okkar litlu þjóð og aðgerðir strax!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.