8.9.2009 | 23:49
ný mynt
Eins og allir vita er búið að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Stjórnvöld vonast til að ef samningar við Evrópusambandið takist muni þjóðin samþykkja inngöngu og við gætum tekið upp evru sem mynt... En við gætum samt ekki tekið upp evru fyrr en eftir 20 til 30 ár vegna þess að við verðum að uppfylla ákveðin skilyrði fyrir upptöku evru. M.a. skilyrði að við verðum að vera nánast skuldlaus, held að það taki svolítið langan tíma..... jæja, nóg um það.
Ég held að við ættum frekar að taka upp ameríska dollarinn hann getum við fengið strax og við þyrftum ekki að vera skuldlaus en stjórnvöld mega sennilega ekki heyra á það minnst, þau gætu móðgað Evrópusambandið... En þá yrðu þau reyndar líka að sýna raunverulegt aðhald í ríkisrekstrinum, engar frammúrkeyrslur í stofnunum, gætu ekki prentað peninga til að rýra kjör almennings, yrðu að afnema verðtryggingu, lækka vexti miðað við það sem þeir eru í dollarum og þar ofaná halda matvælaverði í skefjum!
Úff, það yrði örugglega of dýru verði keypt fyrir stjórnvöld, þar ofan á væri ekki lengur nauðsynlegt að fara í Evrópusambandið því að við værum komin með stöðugan gjaldmiðil og það vilja stjórnvöld örugglega ekki...
Athugasemdir
Ætli við séum ekki bara orðin gjaldþrota og þá bara spurning um það hvaða kóngur vill hafa Ísland á sínu eignarplaggi. Myntin hér á landi því líklega háð þessu. Verð að viðurkenna það að ég er ekki lesin í þessum málum en hef þó haft opið eyra gagnvart því sem er um að vera og þetta er útkoman mín.
Gurra (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.