kreppan og svartsýnin

Erum við hér á klakanum virkilega í kreppu næstu 30 árin?  Getum ekki tekið upp aðra mynt eða gert yfirhöfuð nokkuð af viti?  Á ég að trúa því eða er þetta bara svartsýnisraus?  Ég held að við verðum í kreppu næstu 2--3 árin en þá förum við að sjá hagvöxt og bata, að vísu hægan til að byrja með en upp úr 2020 verður allt hér á fullri ferð á öllum sviðum.  Það er að segja ef við höldum ró okkar og göngum hægt um gleðinnar dyr í Evrópumálum,  flýtir og asi þar er ekki til gæfu.  Þó að ég sé Evrópusambandssinni er ég er sammála dönskum leiðtoga sem sagði að við ættum að ganga í Evrópusambandið af pólitískum ástæðum, ekki efnahagslegum.  Ég hef ekki séð Evrópusambandið koma með fulla vörubíla af peningum til bjargar Evrópuþjóðum sem eru í bandalaginu....  

Jæja nóg um það, ég ætla að vona að við förum svo ekki að kjósa yfir okkur flokka sem rústa því sem verið er að gera í efnahagsmálum og láta einhverja kalla hlaupa með þjóðarauðinn til útlanda, ég held að það sé nóg komið af slíku hér á Fróni.....


Drekasvæðið og olían

Ég vil koma með eina góða leið út úr kreppunni... en það er bara mín hugdetta...  hún er sú að selja norðmönnum drekasvæðið með allri olíunni á 16.000 miljarða og þá verðum við orðin skuldlaus í einu vettvangi plús eigum laglegan varasjóð...   bara einn smá galli ... ætli Norðmenn vilji kaupa á því verði?  Nú eða selja þeim bara afnotaréttinn, á okurverði að sjálfsögðu, þeir eiga nóga peninga..... :-P

 


Haltur leiðir blindan

Og hér kemur enn eitt bloggið um aðildina að Evrópusambandinu...  það eru sumir hér á blogginu svo hatrammir á móti Evrópusambandinu að það liggur við trúarofstæki.  Ég sé fyrir mér sértrúarsöfnuð sem frekar mundi ganga blindandi fram af klettum í fylgd hins halta vinar sem hann treystir fyrir lífi sínu en að hlusta á nokkur þau rök sem orðið gætu því til bjargar.  Þetta lið grípur hvert það hálmstrá sem samherjar þeirra í sértrúarsöfnuðinum leggja fram máli þeirra til stuðnings eins og orðið drottinssvik og þjóðarsvikarar og fleiri álíkafögur orð sem það viðhefur.  Mér finnst að þeir eigi að sýna af sér svolitla skynsemi og fjalla á hlutlausan hátt um aðildina að Evrópusambandinu, ég held að þá mundu þeir ná út fyrir ramma sértrúarsöfnuðarins og ná betri árangri í málflutningi sínum.  Annars á ég ekkert að vera að ráðleggja þessum sértrúarsöfnuði neitt nema að það væri best að þeir héldu þessu innan safnaðarins....


pælingar

Sumir bloggarar hér á netinu finna evrópusambandsaðild allt til foráttu, sumt á rétt á sér annað ekki eins og gengur.  

 Tökum fyrst sjávarútveg;  ef að tryggt væri að kvótakóngarnir fengju að halda sínum hlut og gætu haldið áfram að liggja í sólinni á Spáni þá mundu þeir samþykkja aðild enda væri upptaka evru kostur fyrir þá !!!  Tökum næst olíuna ef hún finnst á drekasvæðinu, þá væri  það hvalreki á fjörum Evrópusambandsins því ef að það finnst jafnmikil olía á drekasvæðinu og sérfræðingar segja að sé mögulegt, myndi það gera Evrópusambandið óháð Rússum um olíu næstu 50 til 100 árin og ekki bara olíu heldur líka gasi!  Vá, Evrópusambandið ætti að sækja um aðild að íslandi ekki öfugt :)   Þá gætum við  farið með tillögur framsóknarflokksins til Brussel því að þeir vilja að Brussel gangi í aðildarviðræður við ísland en ekki öfugt,  frábært ekki satt!!!

Jæja, þá er það landbúnaðurinn, þessar elskur sem fínna Evrópusambandsaðild allt til foráttu segja að innflutningur á vörum frá Evrópu muni kæfa landbúnaðinn.  Ég held að við með okkar góða landbúnað munum standa það af okkur,  fyrst fær landbúnaðurinn aðlögunartíma svo kemst hann inn í styrkjakerfi Evrópusambandsins sem gerir honum kleift að lifa af auk þess sem að hann á greiðari leið að innrimarkaði sambandsins.   

Svo er það blessuð myntin, við uppfyllum ekki skilyrðin fyrir myntsamstarfi fyrr en kannski eftir 30 ár segja svartsýniskallarnir en ég held að þeir hafi ekki rétt fyrir sér, Evrópusambandið verður löngu gengið í Ísland og við verðum orðin vellauðugir útflytjendur vatns, olíu og gas áður en það skeður, við erum jú stórasta land í heimi!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!


Aðildin að Esb....

Í sambandi við aðild íslands að evrópusambandinu eða  kosti þess og galla eins og það horfir við mér. ..

Þá á ætla ég fyrst að tala um kostina,  en þeir eru m.a.;  lágir vextir,  stöðugleiki, lægra verðlag, tollfrjáls útflutningur, engin verðtrygging lána, önnur mynt, koma erlendra banka og tryggingafélaga inn í landið,  bakstuðningur seðlabanka evrópusambandsins en það er afar mikilvægt, frjáls aðgangur að mörkuðum bandalagsins en það höfum það að vísu gegnum ess... en ekki tollfrjálst og ekki eins víðtækan.    

Þá eru það ókostirnir sem allir blása út;  fyrst er að nefna fullveldisafsal að hluta,  erum reyndar búin að því gegnum ess, en enginn talar um það því að það er óþægilegt fyrir þá sem vilja ekki ganga þar inn, þá eru það þorsktittirnir í sjónum, ég get ekki séð muninn á því að spænskutogari eða íslenskur kvótakóngur veiði þá.    Við erum í raun samkeppnishæfari þar sem við þurfum að sigla styttra eftir honum og olían er ekki gefin í dag, vel á minnst ef við finnum olíu, það er það sem við þurfum fyrst og fremst að tryggja að evrópusambandið komist ekki með puttana í...

En svo er það landbúnaðurinn sem kemst á spenann hjá evrópusambandinu...  Ég hugsa að hann verði samkeppnishæfari með sína hreinu náttúruafurð fyrir utan að hann kemst hann ámun auðveldari hátt á evrópumarkað með afurðir sínar,  ég held að þetta verði landbúnaðinum til framdráttar, svo velja neytendur á Íslandi vonandi bara íslenskt ... en það ætla ég allavega að reyna ef hægt er. :-) 

Nú verða íslendingar bara að ákveða hver og einn hvort hann/hún vill að við sækjum um aðild að evrópusambandinu, ég sé allavega ekki mikið af öðrum möguleikum fyrir okkur eins og er.


Kvótinn....

Mig langar að leggja nokkur orð í belg um kvótaumræðuna, ég ætlaði annars ekki að hætta mér í þá umræðu..... Útgerðirnar í landinu segjast fara á hausinn ef aflaheimildirnar verða teknar af þeim, en það er áróður, já áróður segi ég!  Náttúrulega ef þetta er tekið óbætt og 5prósent eru tekin á hverju ári er þetta kannski frekar slæmt  fyrir fyrirtækið en hvað er útgerðin búin að höndla lengi með kvótann sem henni var gefin í upphafi?  Kvótann sem átti að skila þjóðinni arði en kvótakónngarnir  hirða ágóðann af í dag!  Mér finnst að þegar menn tali um að einhverjar útgerðar fari á hausinn  og  þjóðin fái það sem hún á með réttu en ekki kvótakóngarnir verði bara að hafa það....


Mótmælin í gær

Mér þótti ánægjulegt hvernig Steini og Jóhanna tóku á mótmælendunum,  þau buðu þeim að funda í stað þess að siga á þá lögreglunni, verst að það heyrðist ekkert um  niðurstöður fundarins... Ég ætla samt að vona að það hafi leitt til að það verði tekið fastari tökum á bráðavanda heimilanna en gert hefur verið hingað til. 


Umræðan

Jæja það er mikið talað um greiðsluverkfall, að ríkisstjórnin geri ekki nóg fyrir heimilin og allir eru að trompast yfir þessum erlendu myntkörfulánum sem hafa tvöfaldað sig og kannski rúmlega það....  Mér finnst að það eigi ekki að rukka ríkisstjórnina,  heldur senda  frekar Davíð Oddsyni  eða útrásarvíkingunum rukkun því að það er þeirra að borga! 

Ef það er agnúast of mikið  út í ríkisstjórnina skjótum við okkur sjálf  í fótinn því að það sem ríkið er rukkað um fáum við að borga á næsta ári gegnum skattinn...  Ég segi Davíð af því að hann var valdur að hruninu að nokkru leiti með yfirtöku GLITNIS og þá hrundi spilaborgin og allt rúllaði yfir! 

Allir þekkja sögu útrásarvíkinganna sem stálu 2000 milljörðum af þjóðinni, ég segi að við eigum að láta rukkunum rigna yfir það lið eða fara í víking þangað sem það felur sig og peningana og sækja eigur þjóðarinnar!   Ég skal alveg vera fremstur í flokki ef einhver borgar farið fyrir mig.. :-P


sumar jibbí

Gleðilegt sumar, eftir að hafa horft á borgarafundinn í gærkvöldi (á miðvikudagskvöldið), þá vöknuðu nokkrar spurningar í mínum huga.... um samvinnu Vinstri grænna og Samfylkingunnar....  

 Hvernig á samvinna flokka sem eru sammála um að vera ósammála um Evrópusambandsmálið að ganga..... eða eru þeir ósammála?  Er ekki bara spurning um hvort þeir vilji eina eða tvær þjóðaratkvæðagreiðslur um inngönguna?  Eða er kannski annar flokkurinn gjörsamlega á móti? 

Er ekki annars óþarfi að fara að eyða peningunum okkar í tvær atkvæðagreiðslur um nákvæmlega sama efni?  Við höfum jú ekki mikla möguleika á því að standa utan við þetta samband lengur, ekki nema hið ótrúlega gerist og Bandaríkin eða Noregur bjóði okkur samvinnu.... krónan er ónýt og okkur vantar nýjan gjaldmiðil, ekki seinna en strax! 

En annars er ég ennþá óákveðinn í hvorn flokkinn ég á að kjósa, það eina sem ég veit er að samvinna þessara tveggja VERÐUR  að ganga um ef það á að vera búanlegt í landinu... að mínu mati allavega.  Að vísu má borgaraflokkurinn alveg koma líka að málunum , en það hefur sýnt sig að framsókn og sjálfstæðisflokkurinn hafa ekki staðið sig nógu vel og því vil ég ekki sjá þá í stjórn á næstunni... vonandi koma þeir ekki nálægt ríkisstjórninni næsta kjörtímabil.... 

 


Steini J og kosningar

Hvaða at er þetta þetta í Steingrími J. á blogginu?  Er sjálftæðisflokkurinn eitthvað orðinn stressaður fyrir kosningar?  Kannski ekki furða eins og fylgið er hjá flokknum. Stjórnarskrármálið er eitt af því sem mikil óánægja er með og það hvernig sjálfstæðismenn fótumtroða lýðræðið. 

Kannski eru þeir stressaðir yfir að Steingrímur J. er kominn með meira fylgi en þeir og vilja fótumtroða hann sem mest oní svaðið og halda að það verði þeim til framdráttar í kosningunum?  Ef þeir halda þessu áfram endar með því að ég kýs hann en var með samfylkingunna í huga annars.

Hvaða flokkar eru með raunhæfar lausnir á vandanum?  Ekki Sjálfstæðisflokkurinn, það eina sem kemst að hjá honum er að gera þá ríku ríkari og fátæku fátækari.  Ekki vill hann hækka skatta á ríka fólkið.   Ekki að ég sé að mæla skattahækkunum bót en einhver verður að borga sukkið og bankahrunið,  ekki er það litlimaðurinn í þjóðfélæginu sem gerir það,  nóg er á hann lagt samt.

Vaxtaokrið ásamt verðtryggingu gera það að verkum að ekki þýðir að prenta peninga í massavís til að halda þjóðfélaginu gangandi,  það mundi þíða óðaverðbólgu og margir færu á hausinn.  Síðan bendir hann á að álver í hvert horn á landinu mundi leisa vandann en það leysir engann vanda, það eykur hann bara.   Bæði það að við höfum ekki mengunarkvóta  fyrir nýjum álverum og svo er álverð ekki til að hrópa húrra fyrir um þessar mundir auk þess að ekki er vinsælt að virkja mikið á þessum tímum.   Fyrir utan það  að erlendir aðliðar eiga álverin svo ekki verður gróðinn eftir í landinu ef einhver er þannig að ég sé ekki hvað mælir með álverum því miður.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband